Persónuverndarstefna
Almennt
Vista Expo ehf. selur aðgöngumiða Iceland Golf Expo.
Söfnun persónuupplýsinga
Vista Expo safnar persónuupplýsingum í tengslum við kaup á miðum á viðburði og einnig þegar þú hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst eða Facebook.
Notkun persónuupplýsinga
Vista Expo geymir persónuupplýsingar og nýtir þær í samræmi við gildandi lög. Þetta þýðir að Vista Expo verndar þær persónuupplýsingar sem geymdar eru í kerfinu og þú átt ávallt rétt á að hafa samband við Vista Expo til að fá upplýsingar um hvaða gögn eru geymd um þig. Þessi stefna útskýrir hvernig Vista Expo vinnur með persónuupplýsingar þegar þú notar kerfið.
Vista Expo vinnur úr þeim persónuupplýsingum sem þú gefur upp í tengslum við notkun kerfisins eða þegar þú hefur samband við okkur. Upplýsingarnar geta til dæmis falið í sér nafn, netfang, símanúmer, heimilisfang eða aðrar upplýsingar sem þú gefur upp við miðakaup eða í öðrum samskiptum við Vista Expo.
Af hverju nýtir Vista Expo persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar þínar eru nýttar af Vista Expo til að:
- Uppfylla skuldbindingar okkar við þig, svo sem að gera þér kleift að nálgast miða, endurheimta tapaða miða o.s.frv.
- Taka á móti og vinna úr korta- og snjallgreiðslum.
- Bæta miðakaupaferlið og aðra þjónustu.
- Viðhalda góðum samskiptum við viðskiptavini í gegnum Vista Expo.
- Afgreiða endurgreiðslur vegna miðakaupa.
Hverjir hafa aðgang að persónuupplýsingum þínum?
Persónuupplýsingar eru unnar af starfsfólki Vista Expo. Nema að lög krefjist afhendingar persónuupplýsinga, eru þær ekki afhentar öðrum aðilum. Vista Expo afhendir eða selur aldrei persónuupplýsingar í markaðstilgangi til þriðju aðila. Allir sem hafa aðgang að gögnunum eru skuldbundnir til að vinna með þau í samræmi við GDPR, lög nr. 90/2018.
Hversu lengi eru persónuupplýsingar geymdar?
Vista Expo geymir persónuupplýsingar þínar svo lengi sem nauðsyn krefur til að uppfylla gildandi skuldbindingar á hverjum tíma.
Öryggi
Vista Expo grípur til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að vernda þær persónuupplýsingar sem unnið er með. Ráðstafanirnar tryggja öryggi í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf og taka mið af:
- Tæknilegum möguleikum sem eru í boði.
- Kostnaði við framkvæmd ráðstafana.
- Sérstökum áhættum sem tengjast vinnslu persónuupplýsinga.
- Næmi þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með.
Uppfærslur á persónuverndarstefnu
Vista Expo uppfærir reglulega þessa persónuverndarstefnu og nýjasta útgáfan er ávallt aðgengileg á www.golfexpo.is
Samskiptaupplýsingar
Vista Expo ehf
Kt: 651102-3080
Heimilisfang: Engihjalli 8, 200 Kópavogur
Netfang: omar@vistaexpo.is
Sími: +354 893 8164
Þessi persónuverndarstefna tekur gildi 1. ágúst 2025.