Íslenska gólfsýningin 2026

Börn < 13 ára: Frítt
0 kr.
Unglingar 14-17 ára
1.500 kr.
Fullorðnir
2.500 kr.
Samtals
0 kr.
Kaupa miða

Laugardalshöll daganna 7. og 8. mars 2026

7. mar 2026 10:00-16:00
8. mar 2026 10:00-16:00

Af hverju að taka þátt á GOLF EXPO 2026

GOLF EXPO 2026 er stærsti vettvangur golfs á Íslandi og er því einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki, klúbba og þjónustuaðila til að hitta markhópinn sinn augliti til auglitis.

 

Með því að tryggja þér gólfpláss á sýningunni færðu:

 

  • Bein tengsl við markhópinn – golfarar á öllum aldri, klúbbmeðlimi, áhugamenn og fagfólk.

  • Fullkominn vettvangur til kynninga – sýndu vörur, nýjungar, þjónustu og lausnir í lifandi umhverfi.

  • Sölutækifæri á staðnum – Bein sala á staðnum, kynningar og tilboð á vörum og þjónustu.

  • Styrking vörumerkis – fáðu sýnileika í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og í markaðsefni sýningarinnar.

  • Tengslanet og samstarf – hittu aðra aðila í golfhreyfingunni, opnaðu dyr fyrir nýjum samstarfsaðilum og styrktu núverandi tengsl.

  • Hluti af hátíð golfsins – sýningin er sameiginlegur hátíðisviðburður golfhreyfingarinnar á Íslandi, þar sem allir helstu aðilar koma saman.

 


Með þátttöku tryggir þú þér ekki aðeins gólfpláss heldur sterka stöðu í ört stækkandi samfélagi golfáhugafólks á Íslandi.

Þátttökuskilmálar og fyrirkomulag

Þátttökugjald
Verð á gólfplássi er frá kr. 24.500 til kr. 29.850 kr. + vsk. p.fm. og fer eftir staðsetningu í salnum. Staðfestingargjald er 45.000 kr. + vsk. sem tryggir pláss, er óafturkræft. Heit svæði nálægt inngangi eru dýrari en svæði sem eru fjær aðalinngangi.

Innifalið í bókun á gólfplássi
Ef þú velur gólfpláss fylgir grásvart teppi á gólfið, aðgangur að lokuðu WIFI neti fyrir sýnendur og boðsmiðar bæði fyrir gesti og starfsmenn án aukakostnaðar.

Innifalið í sýningarkerfi (valfrjálst – má einnig koma með eigið kerfi)
Ef þú velur gólfpláss með sýningarkerfi utan um gólfsvæðið, fylgir með skyggni framan á bás með nafni fyrirtækis, ljós í bás (1 ljós á hverja 3 m²).

Úthlutun gólfsvæða
Gólfplássi er úthlutað eftir aðferðinni: „fyrstur kemur, fyrstur fær“.

Undirbúningur fyrir sýnendur
Sýnendur fá afhenta handbók sýningarinnar með öllum helstu upplýsingum sem nýtast við undirbúning. Auk þess verða haldnir tveir undirbúningsfundir: fyrri fundurinn fer fram í lok nóvember og sá seinni í byrjun febrúar.