Íslenska gólfsýningin 2026

Börn < 13 ára: Frítt
0 kr.
Unglingar 14-17 ára
1.500 kr.
Fullorðnir
2.500 kr.
Samtals
0 kr.
Kaupa miða

Fréttir

Brimborg nýr samstarfsaðili Golf Expo 2026
30.09.2025

Brimborg nýr samstarfsaðili Golf Expo 2026

Golf Expo 2026 fagnar því að Brimborg er gengið til liðs sem samstarfsaðili sýningarinnar. Brimborg er eitt stærsta bílafyrirtæki landsins með fjölbreytt úrval bíla frá m.a. Volvo, Ford, Mazda, Citroën, Peugeot, Opel og Polestar.

Fyrirtækið leggur aukna áherslu á sjálfbærar lausnir með rafbílaþróun, hleðslutækni og þjónustu sem styður við grænni framtíð.

Samstarfið við Brimborg styrkir Golf Expo 2026 og skapar tækifæri til að kynna nýja tækni og þjónustu sem nýtist bæði golfáhugafólki og íþróttahreyfingunni í heild. Við hlökkum til samstarfsins og að taka á móti gestum með Brimborg sem einum af lykilstoðum sýningarinnar.

Golfskálinn gengur í lið með Golf Expo 2026 sem samstarfsaðili
30.09.2025

Golfskálinn gengur í lið með Golf Expo 2026 sem samstarfsaðili

Við erum ánægð að tilkynna að Golfskálinn hefur gengið í lið með GolfExpo 2026 sem samstarfsaðili.
Með þessu eykst styrkur sýningarinnar og möguleikar okkar að bjóða gestum og þátttakendum fjölbreytt, sérsniðin og áhugaverða golfupplifun.

Golfskálinn hefur áratuga reynslu af golfvörum og þjónustu á íslenskum markaði með vandaðar vörur og frábæra þjónustu verður samstarfið mikil lyftistöng fyrir sýninguna.
Sem samstarfsaðili mun Golfskálinn meðal annars taka þátt í sýningarumhverfinu með sýningarbás, kynningum á vörum, samstarfsverkefnum og sérstökum tilboðum fyrir gesti sýningarinnar.

Fylgstu með frekari upplýsingum og dagskrá sýningarinnar!

Viðskiptablaðið samstarfsaðili Golf Expo 2026
23.09.2025

Viðskiptablaðið samstarfsaðili Golf Expo 2026

Viðskiptablaðið (www.vb.is ) hefur gengið til liðs við Golf Expo 2026, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 7.–8. mars.

Í samstarfinu felst að Golf Expo fær öfluga umfjöllun í bæði prent- og stafrænum miðlum Viðskiptablaðsins.

Þar á meðal verður sérstakt blað helgað golfíþróttinni og Golf Expo, sem dreift verður á sýningunni. Sýnendur fá jafnframt tækifæri til að kynna starfsemi sína í gegnum miðla VB á hagstæðum kjörum.

Markmiðið er að auka sýnileika Golf Expo og festa viðburðinn í sessi sem stærsta vettvang golfsins á Íslandi. Áætlað er að 100–120 sýnendur taki þátt og að sýningin laði að sér 12–15.000 gesti.

Risa happdrætti á Golf Expo 2026
22.09.2025

Risa happdrætti á Golf Expo 2026

Gestir Golf Expo 2026 geta hlakkað til spennandi happdrættis á sýningunni í Laugardalshöll 7.–8. mars. Vinningurinn er glæsilegur, golfvörur að verðmæti 1 milljón króna. 

Allir sem kaupa aðgöngumiða á Golf Expo taka sjálfkrafa þátt í happdrættinu, og því fleiri miða sem keyptir eru, því meiri líkur eru á vinningi. 

Dregið verður úr seldum miðum á lokadegi sýningarinnar, en útdrátturinn fer fram undir stjórn formanns GSÍ. 

Golf Expo 2026 og Golfsamband Íslands í samstarfi
17.09.2025

Golf Expo 2026 og Golfsamband Íslands í samstarfi

Viðburðahaldarar Golf Expo 2026, Vista Expo og Nordic Live Event, hafa gert samstarfssamning við Golfsamband Íslands um sýninguna, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 7.–8. mars 2026.

Markmið sýningarinnar er að sameina fyrirtæki, golfklúbba og aðra aðila í golfhreyfingunni á Íslandi á einum vettvangi til að kynna vörur, þjónustu og nýjungar, efla tengslanet og styrkja ímynd golfsins sem fjölbreyttar og ört vaxandi íþróttar.

GOLF EXPO 2026 – Undirbúningur hafinn
08.09.2025

GOLF EXPO 2026 – Undirbúningur hafinn

Unnið er að uppsetningu heimasíðu GOLF EXPO 2026 og gert er ráð fyrir að sala á sýningarrými hefjist í lok september. Sýnendur sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á omar@vistaexpo.is og tryggja sér þannig sæti í röðinni við val á gólfplássi. Reglan sem gildir er einföld: fyrstur kemur, fyrstur fær. 

Með því að láta vita af áhuga og áætlaðri stærð rýmis tryggið þið að við höfum samband við ykkur um leið og formlegar bókanir hefjast.

Vista Expo og Nordic Live Event taka höndum saman
04.09.2025

Vista Expo og Nordic Live Event taka höndum saman

Vista Expo og Nordic Live Event hafa gert með sér samstarf um að standa að nýjum stórviðburði á Íslandi – Iceland Golf Expo. Sýningin verður haldin í Höllinni dagana 7.–8. mars 2026 og markar tímamót fyrir íslenskt golf- og viðburðalíf. 
Vista Expo ehf. hefur staðið að fjölda sýninga og ráðstefna á Íslandi og byggt upp sterka reynslu á því sviði, m.a. FIT&RUN EXPO sem haldin er árlega samhliða skráningarhátíð Íslandsbanka, 
Nordic Live Event hefur skipulagt og staðið fyrir fjölmarga tónlistarviðburði með bæði innlendum og erlendum listamönnum. 
Með þessu samstarfi sameina fyrirtækin krafta sína til að skapa einstaka upplifun fyrir fyrirtæki, golfklúbba, birgja og áhugafólk um golf. 
Markmiðið með sýningunni er að styrkja stöðu golfs á Íslandi enn frekar, opna ný tækifæri fyrir fyrirtæki og félög og veita golfáhugafólki innblástur fyrir komandi tímabil.