Íslenska gólfsýningin 2026

Börn < 13 ára: Frítt
0 kr.
Unglingar 14-17 ára
1.500 kr.
Fullorðnir
2.500 kr.
Samtals
0 kr.
Kaupa miða

Stórsýning á öllu því nýjasta í golfheiminum og því sem tengist golfi og útiveru

7. mar 2026 10:00-16:00
8. mar 2026 10:00-16:00

Laugardalshöll 7. - 8. mars 2026

Fyrir hverja er sýningin?

Iceland Golf Expo 2026 er stærsti viðburður landsins fyrir allt sem tengist golfi. Á sýninguna mæta þúsundir gesta sem deila sama áhuga – kylfingar á öllum aldri, frá byrjendum til reyndra leikmanna, ásamt golfklúbbum, ferðafyrirtækjum, ferðaáhugafólki, þjónustuaðilum og fyrirtækjum sem tengjast golfinu beint eða óbeint.

Þetta er ákjósanlegur markhópur fyrir sýnendur, fólk sem hefur mikinn áhuga á golfíþróttinni, er að undirbúa sig fyrir nýtt golfsumar og er móttækilegt fyrir nýjungum, vörum og þjónustu sem gerir golfupplifunina betri.

Á sýningunni verður fjölbreytt dagskrá:

  • Fyrirlestrar og kynningar frá virtum sérfræðingum um þróun golfíþróttarinnar.

  • Kynningarsvæði sýnenda þar sem fyrirtæki kynna vörur, búnað, ferðapakka, nýjustu tæknina og lausnir sem skipta máli fyrir kylfinga.

  • Samverustaður golfáhugamanna þar sem gestir fá innblástur og tengjast öðrum sem deila sama áhuga.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki að hitta sinn markhóp á einum stað, byggja tengsl, styrkja vörumerkið og efla sölu beint inn í golfsamfélagið.

Tee Off í Laugardalshöll

  • Laugardagur 7. mars kl. 10:00–16:00

  • Sunnudagur 8. mars kl. 10:00–16:00


Viltu vera meðal sýnenda?
Ef þú vilt ná til golfáhugafólks á Íslandi, þá er þetta vettvangurinn.

Hafðu samband til að bóka sýningarrými eða tryggja þér
kynningu á sýningunni.

📧 Sara Jónsdóttir  – sara@vistaexpo.is
📧 Ómar Már Jónsson – omar@vistaexpo.is
📧 Björgvin Þór Rúnarsson – bo@vidburdafelagid.is

Okkar samstarfsaðilar

Golf Expo 2026 – Góð fjárfesting fyrir sýnendur