Komdu á Golf Expo og kynntu þér allt það nýjasta á markaðinum
Komdu og uppfærðu þig um allt það nýjasta í Golf heiminum.
Hvað bíður þín á Iceland Golf Expo 2026?
Á sýningunni færð þú tækifæri til að kynna þér fjölbreytt úrval golfbúnaðar og fata, prófa nýjustu tæknina og uppgötva þjónustu sem gerir golfferðirnar þínar enn betri. Golfklúbbar víðs vegar að af landinu kynna starfsemina og PGA golfkennarar bjóða ráðgjöf og þjálfun fyrir bæði byrjendur og lengra komna.
Heilsa og lífsstíll eru einnig í brennidepli – allt frá sjúkraþjálfun og líkamsrækt til næringar og endurheimtar. Einnig verður hægt að skoða fjölbreyttar golfpakkaferðir, gistimöguleika og hótel sem gera golfupplifunina heildstæðari.
Gestir geta jafnframt kynnst nýjungum í farartækjum, lausnum fyrir rekstur golfklúbba og umhverfisvænni tækni á völlum, auk þess sem trygginga- og fjármálafyrirtæki kynna sérsniðnar lausnir fyrir kylfinga.
Iceland Golf Expo 2026 er því ekki aðeins tækifæri til að sjá nýjustu vörurnar, heldur líka vettvangur til að hitta annað golfáhugafólk, læra meira og finna stemninguna fyrir golfsumrinu sem er framundan.
Miðaverð á Golf Expo 2026
Golf Expo 2026 er glæsileg tveggja daga sýning í Laugardalshöll laugardaginn 7. mars og sunnudaginn 8. mars.
Einn miði gildir báða dagana – sem veitir þér fullt aðgengi að allri dagskránni, fyrirlestrum, kynningum og sýningarsvæðinu um helgina.
Miðaverð:
Fullorðnir: 2.500 kr.
Unglingar 14–17 ára: 1.500 kr.
Börn 13 ára og yngri: Frítt aðgengi
Opnunartímar:
Laugardagur 7. mars kl. 11:00–18:00
Sunnudagur 8. mars kl. 11:00–17:00